Fréttir og tilkynningar


Verslun með dýr á válista óheimil

24.10.2013

Af gefnu tilefni vill Tollstjóri benda á að flutningur dýra og plantna, sem flokkuð eru í útrýmingarhættu, eða afurða þeirra milli landa er ekki leyfilegur nema að fengnu leyfi hjá Umhverfisstofnun.

Um þetta gildir svokallaður CITES samningur um alþjóðaverslun með umræddar tegundir villtra dýra og plantna. Markmið samningsins er að vernda tegundir dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu með því að stjórna alþjóðlegum viðskiptum með þær. Alls eiga 178 lönd aðild að CITES samningnum, sem gildir um verslun með tegundir eða afurðir um 5.000 dýrategunda og 29.000 plöntutegunda

Á þetta er bent, þar sem brögð eru að því að stöðva þurfi sendingar í tollafgreiðslu, sem innihalda afurðir dýra sem eru á válista. Sem dæmi um innihald sendinga sem stöðvaðar hafa verið í gegnum tíðina má nefna fílabeinsmuni, fuglshami, muni unna úr skinni af pýtonslöngum og haus af krókódíl. Einnig eru dæmi um hlébarðaskinn, tígrisdýraskinn, kórala, eðlur, ísbjarnarskinn og sæskjaldböku.

Nánari upplýsingar:

Tollstjóri: www.tollur.is

Umhverfisstofnun: www.ust.is/einstaklingar/liffraedileg-fjolbreytni/cites/

Fiskistofa: www.fiskistofa.is/utflutningur/cites/

www.cites.org/

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum