Fréttir og tilkynningar


Breytingar á skuldfærslu aðflutningsgjalda og gjalddögum vegna ársins 2016

5.11.2015

Breytingar á gjalddögum uppgjörstímabila vegna skuldfærslu aðflutningsgjalda við tollafgreiðslu; fyrirkomulag fært til fyrra horfs frá og með 1. janúar 2016

Á árinu 2015 hafa verið í gildi tímabundið lengri greiðslufrestir (fleiri gjalddagar) á aðflutningsgjöldum, sbr. ákvæði til bráðabirgða nr. XII við Tollalög nr. 88/2005. Sjá einnig lið 6. í tilkynningu á vef Tollstjóra frá 30. desember 2014. Þær reglur falla úr gildi þann 31. desember 2015.

Frá og með 1. janúar 2016 taka fyrri reglur um uppgjörstímabil og gjalddaga aðflutningsgjalda gildi.

Þeir innflytjendur og tollmiðlarar sem stunda SMT/EDI tollafgreiðslu þurfa sérstaklega að skoða þessar breytingar m.t.t. þess að hugbúnaður þeirra til rafrænnar tollafgreiðslu virki rétt, þ.e. móttaka CUSTAR skeyta og úrvinnsla upplýsinga í þeim. CUSTAR skeytin eru tilkynningar frá Tollstjóra um tollafgreiðslu vörusendingar og skuldfærslu aðflutningsgjalda.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum