Fréttir og tilkynningar


Fyrsta greiðsla barnabóta 2017

25.1.2017

Fyrsta greiðsla barnabóta á árinu 2017 verður þann 1. febrúar  næstkomandi.  

Fjárhæð barnabóta hvers og eins tekur mið af fjölda barna, hjúskaparstöðu um síðustu áramót og tekjum ársins 2016.  Einstaklingar geta nálgast forsendur útreiknings barnabóta sinna á þjónustusíðu RSK undir flipanum „Samskipti“.

Greiðslan er sú fyrsta af fjórum á árinu 2017. Fyrstu tvær eru fyrirframgreiðslur en endanleg ákvörðun um útreikning barnabóta er tekin við álagningu, þegar lagt hefur verið á skattframtal vegna tekjuársins 2016.

Aðilar sem ekki voru búsettir á Íslandi allt árið 2016 sem og þeir sem telja forsendur fyrirframgreiðslu sinnar rangar geta sótt um leiðréttingu á fyrirframgreiðslu með því að skila inn eyðublaði RSK 3.18.

Nánari upplýsingar um barnabætur má finna á rsk.is. Vanti þig aðstoð veitir þjónustuver RSK aðstoð í netspjalli og í síma 442 1000.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum