Fréttir og tilkynningar


Skil lögaðila á framtali og ársreikningi vegna rekstrarársins 2018

13.8.2019

Nú styttist í lokaskil ársreiknings 2018 til ársreikningaskrár og skattframtals vegna rekstrarársins 2018, en álagning lögaðila fer fram 27. september nk. 

Framtal 2019

Ríkisskattstjóri vekur athygli á að lokaskiladagur lögaðila á skattframtali 2019 er 10. september nk. Ekki er tryggt að framtöl sem berast eftir skilafrest fái skoðun fyrr en eftir álagningu sem fer fram 27. september nk. og hvetur ríkisskattstjóri forsvarsmenn lögaðila til að senda framtöl inn sem allra fyrst.

Nánari upplýsingar um framtal og álagningu lögaðila 2019

Ársreikningur

Þá vill ríkisskattstjóri einnig vekja athygli á að lengsti frestur til skila á ársreikningi 2018 til ársreikningaskrár er einnig 10. september 2019. Skilaskylda er óháð því hvort félagið teljist hafa verið í starfsemi eða ekki. Sé ársreikningi ekki skilað eru félög sektuð samkvæmt sektarheimildum ársreikningaskrár.

Nánar um skil á ársreikningum

Hnappurinn

Forsvarsmönnum örfélaga er sérstaklega bent á að kynna sér „Hnappinn“, en það er einföld og þægileg lausn fyrir smærri félög til að skila ársreikningi. Eftir að örfélag hefur skilað inn skattframtali er hægt að útbúa sjálfkrafa ársreikning sem byggður er á upplýsingum úr skattframtalinu.

Nánari upplýsingar um Hnappinn


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum