Skilgreiningar á vörum í 6. kafla tollskrár
Birt hefur verið á vefnum skjal með skilgreiningum á vörum í 6. kafla tollskrár, sem fjallar um lifandi tré og aðrar plöntur; blómlauka, rætur og þess háttar; afskorin blóm og lauf til skrauts.
Skjalinu er ætlað að auðvelda notendum tollflokkun á vörum í þessum kafla tollskrárinnar.
Skilgreiningar á vörum í 6. kafla tollskrár (pdf 112KB)
Tollstjóri vekur athygli á að ef vafi leikur á hvernig skuli tollflokka vöru er hægt að óska eftir bindandi áliti um tollflokkun vöru.