Fréttir og tilkynningar


Viljayfirlýsing einföldun og auknu öryggi aðfangakeðjunnar undirrituð

30.9.2010

Tollstjóri og Samtök verslunar og þjónustu undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf að einföldun og auknu öryggi aðfangakeðjunnar.

Skilvirk og einföld utanríkisviðskipti eru eftirsóknarverð og geta skipt sköpum um samkeppnishæfni þjóða. Það er ekki síður mikilvægt fyrir hagsmuni Íslands að fyllsta öryggis sé gætt í slíkum viðskiptum.

Markmið með viljayfirlýsingu tollyfirvalda og Samtaka verslunar og þjónustu er að stuðla að auknu öryggi í aðfangakeðjunni, auka einföldun, stöðlun og nútímavæðingu vinnu- og tölvuferla og vinna saman að því að koma í veg fyrir skipulagða glæpastarfsemi.

Viljayfirlýsingin (pdf)


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum