Fréttir og tilkynningar


Niðurstöður álagningar birtar 30. maí

27.5.2019

Álagning einstaklinga 2019 vegna tekjuársins 2018 fer fram 31. maí n.k. Niðurstöður álagningar verða aðgengilegar á þjónustuvef RSK frá og með 30. maí.

Til að nálgast niðurstöður álagningar þarf að skrá sig inn á þjónustuvef RSK með rafrænum skilríkjum eða veflykli.

Opna þjónustuvef RSK
Skýringar á álögðum gjöldum

Ný framsetning

Niðurstöður álagningar einstaklinga verða birtar í annað sinn með nýju sniði, en gömlu álagningarseðlarnir fengu að víkja fyrir nýrri framsetningu á síðasta ári.

Álagningin sýnir líkt og áður stöðu inneigna og/eða skulda niður á hvern gjalddaga en nú er hægt að skoða betur einstaka liði álagningarinnar til að sjá útreikninga og nánari upplýsingar. Þannig er m.a. mögulegt að skoða útreikninga barnabóta, vaxtabóta, tekjuskatts og útsvars. Auk þess er að finna upplýsingar um hve hátt hlutfall skatta sem lagðir eru á tekjur einstaklinga eru af tekjuskattsstofni og hvernig skattgreiðslurnar skiptast á milli ríkissjóðs og sveitarfélags.

Endurgreiðslur og innheimta skulda

Ríkisskattstjóri hefur tekið við innheimtu opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu af tollstjóra frá og með 1. maí sl. Létta má mánaðarlega greiðslubyrði með gerð greiðsluáætlana hjá innheimtumönnum ríkissjóðs.

Lesa nánar um lækkun launaafdráttar vegna álagningar 2019


Á Youtube rás ríkisskattstjóra er að finna stutt kynningarmyndband á nýrri framsetningu álagningarseðilsins.

Skjáskot af myndbandi spilað á youtube Skoða myndband á Youtube


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum