Staðgreiðsluhlutfall og ýmsar fjárhæðir 2013
Staðgreiðsluhlutfall, persónuafsláttur og fleiri fjárhæðir breytast.
Upplýsingar um staðgreiðsluhlutfall, persónuafslátt og sjómannaafslátt vegna tekjuársins 2013 eru komnar á vefinn undir einstaklingar > staðgreiðsla. Þar er einnig að finna tryggingagjaldsstig vegna greiðslna á árinu 2013. Breytingar verða einnig á viðmiðunarreglum um reiknað endurgjald milli ára. Nýjar reglur má sjá undir atvinnurekstur > staðgreiðsla og reiknað endurgjald.
Jafnframt er búið að setja inn þær fjárhæðir sem gilda við ákvörðun á barnabótum og vaxtabótum við álagningu 2013 og við fyrirframgreiðslu á þessum bótum undir einstaklingar > barnabætur og vaxtabætur.