Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl. vegna tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2016

23.12.2015

Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.

Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2016 nema annað sé tekið fram.

 

Ábendingar

Útflutningur - Um útflutning gildir: Í útflutningsskýrslu skal nota tollskrárnúmer, skilmála þess og tollafgreiðslugengi sem í gildi er tollafgreiðsludag útflutningsskýrslunnar, en þó skal aldrei miða við nýrri dag en brottfarardag vörusendingar frá Íslandi, sem útflutningsskýrslan tekur til. Sama gildir þegar leiðrétta eða breyta þarf útflutningsskýrslum eftir tollafgreiðslu.

 

Innflutningur - Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

Á vef Tollstjóra má skoða annarsvegar tegundir tolla og hinsvegar önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir 1. janúar með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu. Ennfremur fást upplýsingar um tollskrárnúmer, tolla og gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Tollstjóra. (búið er að uppfæra gögnin, en villuprófun stendur yfir).

 

1. Lækkun tolla á fatnað, ís, bleiur o.fl.

2. Lækkun virðisaukaskatts áfengis úr 24% í 11%

3. Kolefnisgjöld á eldsneyti, K* gjöld, hækka

4. Vörugjald af bensíni, LB gjald, hækkar

5. Sérstakt vörugjald af eldsneyti, C1 og C2 gjöld, hækka

6. Olíugjald, C3 gjald, hækkun

7. Áfengisgjöld, VX, VY og VZ, hækka

8. Tóbaksgjöld, innflutningur til einkanota, T1 og T2 hækka

9. Skilagjöld á einnota umbúðir drykkjarvara, G* gjöld, hækkun

10. Breyting á tollskrá

11. Breytingar á gjalddögum uppgjörstímabila vegna skuldfærslu aðflutningsgjalda við tollafgreiðslu; fyrirkomulag fært til fyrra horfs frá og með 1. janúar 2016

12. Greiðslufrestur áfengisgjalda (VY, VX & VZ) – skráðir innflytjendur áfengis, sbr. 3. gr. áfengislaga nr. 75/1998 – 1 mánaða uppgjörstímabil

13. Undanþáguheimild, VSKÖT undanþágukódi, lækkun virðisaukaskatts á rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðum, framlengd til 31. desember 2016

14. Undanþáguheimild, LÖT18 undanþágukódi, lækkun á vörugjaldi (M* gjöld) af ökutækjum bílaleiga

15. Reglugerðir um tollkvóta

16. Lokun á sjálfvirkri EDI/VEF-tollafgreiðslu

17. Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum