Fréttir og tilkynningar


Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl. við tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2013

30.12.2012

Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar, auk annarra.

Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2013.

Ábendingar

Um útflutning gildir: Í útflutningsskýrslu skal nota tollskrárnúmer og tollafgreiðslugengi sem í gildi er tollafgreiðsludag útflutningsskýrslunnar, en þó skal aldrei miða við nýrri dag en brottfarardag vörusendingar sem útflutningsskýrslan tekur til.

Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins)

Á vef Tollstjóra má skoða aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir áramót með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu.

1.
Kolefnisgjöld af eldsneyti, breytingar á gjaldskyldu vara
Kolefnisgjöld og gjaldskyld tollskrárnúmer verða þessi frá og með 1. janúar 2013:

K2 Kolefnisgjald. Gas- og díselolía (5,75 kr/lítra):
2710.1930
2710.2065

K3 Kolefnisgjald. Bensín (5,00 kr/lítra):
2710.1221
2710.1229
2710.2021
2710.2029

K5 Kolefnisgjald. Brennsluolía (7,10 kr/kg):
2710.1940
2710.2070

Nýtt gjald:
K6 Kolefnisgjald. Jarðolíugas og annað loftkennt kolvatnsefni (6,30 kr/kg):
2711.1100
2711.1201
2711.1209
2711.1301
2711.1309
2711.1400
2711.1900
2711.2100
2711.2900

K4 gjald (4,10 kr/lítra) á þotueldsneyti fellur úr gildi fá og með 1. janúar 2013.

Heimild: 15. og 17. gr. laga nr. 146/2012 um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

2.
Áfengisgjald, VZ gjald hækkar
Áfengisgjald VZ verður:
VZ Áfengisgjald 111,85 kr/cl af vínanda umfr. 0% - Annað áfengi (var 106,93 kr)
Hefur, auk almenns innflutnings á áfengi, áhrif á áfengisgjald áfengis í tollfrjálsum verslunum og umframmagn áfengis ferðamanna til landsins.

Eftirfarandi áfengisgjöld eru óbreytt:
VX Áfengisgjald 91,33 kr/cl af vínanda umfr. 2,25% - Öl o.fl.
VY Áfengisgjald 82,14 kr/cl af vínanda umfr. 2,25% - Vín

Heimild: 21. gr. laga nr. 146/2012 um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

3.
Tóbaksgjöld, innflutningur til einkanota, T1 og T2 hækka
Tóbaksgjöldin verða:
T1 Tóbaksgjald - vindlingar (552,48 á hvern pakka; 20 vindl.)
T2 Tóbaksgjald - annað tóbak (27,62 kr/gramm) grömm í lítrareit vörulínu í E1 ebl.

Heimild: 23. gr. laga nr. 146/2012 um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

Einnig tekur gildi breyting á skilgreiningu á því hvað telst vera tóbak:
Tóbak telst vera sérhver vara sem inniheldur tóbak (nicotiana) og flokkast í 24. kafla í viðauka I við tollalög, nr. 88/2005, (tollskráin) með síðari breytingum.

Heimild: 9. gr. laga nr. 145/2012 um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld.

4.
Vörugjald af ökutækjum, M6, M7, M8 og M9 gjöld hækka
Breytingarnar eru þessar:
M6 Vörugjald af ökutækjum, CO2 losun 181-200, hækkar úr 41% í 45%
M7 Vörugjald af ökutækjum, CO2 losun 201-225, hækkar úr 50% í 55%
M8 Vörugjald af ökutækjum, CO2 losun 226-250, hækkar úr 54% í 60%
M9 Vörugjald af ökutækjum, CO2 losun yfir 250, hækkar úr 59% í 65%

Heimild: Ákvæði til bráðabirgða XII, 2. mgr., laga nr. 29/1993 um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., m.s.br., sbr. 3. gr. sömu laga.

5.
Bílaleigu ökutæki. Breytingar á lækkun vörugjalds og ýmsum skilyrðum. Nýtt leyfisgjald
Sjá nánar heimild.

Heimild: 18. til 20. gr. laga nr. 146/2012 um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

6.
Lækkun virðisaukaskatts á smokkum úr 25,5% í 7%
Virðisaukaskattur á tollskrárnúmeri 4014.1001 verður Ö3 7% VSK.

Heimild: b. liður 1. mgr. 2. gr. laga nr. 146/2012 um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

7.
Reglugerðir um tollkvóta
Auk eftirtaldra reglugerða um tollkvóta er athygli vakin á breytingum skv. lögum nr. 160/2012 um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum og tollalögum (úthlutun tollkvóta og fóðursjóður).

Sjá nánar frétt á vef Tollstjóra um lög þessi, sem tóku gildi frá og með 3. janúar 2013 og fela m.a. í sér lækkun tolla á grænmeti og fl. landbúnaðarvörur. Ennfremur ný heimild í tollalögum til niðurfellingar tolla af fóðurvörum og hráefnum í þær við tollafgreiðslu.

Reglugerð nr. 994/2012 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu.
Birt 26. nóvember 2012
Gildir frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2013

Reglugerð nr. 995/2012 úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.
Birt 26. nóvember 2012
Gildir frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2013

Reglugerð nr. 1001/2012 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 995/2012 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.
Birt 27. nóvember 2012
Gildir frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2013

Reglugerð nr. 1055/2012 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi.
Birt 10. desember 2012
Gildir frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2013

Reglugerð nr. 1062/2012 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 784/2012 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
Birt 11. desember 2012
Gildir frá 17. desember 2012 til 30. júní 2013

8.
Breytingar á gjalddögum uppgjörstímabila vegna skuldfærslu aðflutningsgjalda við tollafgreiðslu; fyrirkomulag fært til fyrra horfs frá og með 1. janúar 2013
Á árinu 2012 hafa verið í gildi tímabundið lengri greiðslufrestir (fleiri gjalddagar) á aðflutningsgjöldum, sbr. lög nr. 18/2012. Sjá einnig þessa tilkynningu á vef Tollstjóra frá 14. mars 2012. Þær reglur falla úr gildi þann 31. desember 2012.

Frá og með 1. janúar 2013 taka fyrri reglur um uppgjörstímabil og gjalddaga aðflutningsgjalda gildi.

Þeir innflytjendur og tollmiðlarar sem stunda SMT/EDI tollafgreiðslu þurfa sérstaklega að skoða þessar breytingar m.t.t. þess að hugbúnaður þeirra til rafrænnar tollafgreiðslu virki rétt, þ.e. móttaka CUSTAR skeyta og úrvinnsla upplýsinga í þeim. CUSTAR skeytin eru tilkynningar frá Tollstjóra um tollafgreiðslu vörusendingar og skuldfærslu aðflutningsgjalda.

9.
Reitur 44 á útflutningsskýrslu - leyfislykillinn SFA kemur í stað leyfislykilsins SFC frá og með 1. janúar 2013
Frá og með 1. janúar 2013 breytast reglur um leyfisnúmer framleiðanda sjávarafurða, sem setja ber í reit númer 44 á útflutningsskýrslu (ebl. E-2).

Breytingarnar eru þessar:

 1. Leyfislykillinn SFC fellur úr gildi en í hans stað kemur leyfislykillinn SFA.
 2. Leyfisnúmer framleiðanda verður í þessum tilfellum stór bókstafur og þriggja stafa tala. Dæmi: SFA A123.
 3. Eftirfarandi tollskrárnúmer (sem bera leyfislykilinn SFC) munu bera leyfislykilinn SFA frá og með 1. janúar 2013:

  23011009
  23012011
  23012012
  23012013
  23012014
  23012015
  23012016
  23012017
  23012018
  23012019
  23012021
  23012022
  23012023
  23012029

Leyfislykillinn SFC hefur fram til þessa verið notaður vegna tollskrárnúmeranna, sem tilgreind eru hér að framan og eiga við um fiskimjöl og köggla. Jafnframt hefur leyfisnúmer framleiðanda í þessum tilfellum verið tilgreint sem stór bókstafur og þriggja stafa tala að viðbættu IS- fyrir framan. Dæmi: SFC IS-A456. Þetta fyrirkomulag gildir áfram til og með 31.desember 2012. Smella má hér til að fá nánari upplýsingar um þær reglur.

Til frekari glöggvunar er hér samantekt á breytingunum:

LeyfislykillLeyfisnúmer - dæmi
Til og með 31.12.2012 SFCIS-A123
Frá og með 01.01.2013 SFAA123

Nýir tollskrárlyklar í útflutningi, sem taka gildi 1. janúar 2013, innihalda fyrrnefndar breytingar á leyfislyklum. Sjá nánar um tollskrárlykla í lið númer 10 hér á eftir.

10.
Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði, bæði inn- og útflutningur
Tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. janúar 2013, eru aðgengilegir hér á vef Tollstjóra. Bæði vegna tollskrárlykla útflutnings og innflutnings.Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum