Fréttir og tilkynningar


Breytingar eða nýskráningar á vörugjaldsskírteinum sem taka eiga gildi 1. mars

27.2.2013

Tollstjóri hefur nú gert aðgengilegt eyðublað um breytingar á vörugjaldsskírteini á vef sínum. Sama eyðublaðið gildir fyrir nýjar umsóknir, umsóknir um breytingar á skírteinum og sé óskað eftir því að fella skírteini út gildi.

Sé óskað breytingar þarf að fylla út eyðublaðið: „Tilkynning um vörugjaldsskylda starfsemi og/eða umsókn um vörugjaldsskírteini framleiðanda o.fl." á vef Tollstjóra og haka við „Breytingar á fyrri upplýsingum". Taka þarf fram í tilviki framleiðanda hvaða hrá- eða efnivöru er óskað að taka úr skírteininu og hverja er óskað að setja inn á skírteinið. Tollstjóri fer yfir umsóknina í kjölfarið og gefur út nýtt skírteini uppfylli umsóknin öll skilyrði.

Sama á við þegar óskað er eftir því að hætta með skírteini. Er þá fyllt út í lið VIII á eyðublaðinu.

Að öðru leyti vísast til leiðbeininga á vef tollstjóra sem nálgast má hér:

Leiðbeiningar og almennar upplýsingar.

Athuga skal að umræddar breytingar taka ekki gildi fyrr en 1. mars. Tollstjóri mun í framhaldi gefa út nýtt skírteini til gjaldskylds aðila. Senda skal undirritað eintak eyðublaðsins á gudmundur.arnason[hja]tollur.is eða ingibjorg.gudmundsdottir[hja]tollur.is.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum