Fréttir og tilkynningar


Nýtt efni um virðisaukaskatt á rsk.is

25.6.2019

Í stað vefsíðunnar „Nýir í rekstri“ er komin ný síða sem nefnist „Almennt um VSK“. Efni síðunnar á bæði erindi til þeirra sem eru nýir í rekstri og annarra sem hafa verið í virðisaukaskattskyldri starfsemi um einhvern tíma.

Veitt er yfirsýn yfir helstu reglur sem kunna ber skil á, auk þess sem þar eru fjölmargir tenglar inn á ítarefni. Sérstaklega skal vakin athygli á flipanum „Spurt og svarað“ sem er fyrir neðan heiti síðunnar. Þar eru upplýsingar um ýmis praktísk atriði. Sem dæmi má nefna upplýsingar um skráningu á virðisaukaskattsskrá, uppgjör, inneignir, veflykla, álag og dráttarvexti. 

Almennt um VSK
Spurt og svarað um virðisaukaskatt


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum