Fréttir og tilkynningar


Skuldfærsla áfengisgjalda hjá tollmiðlurum

2.5.2019

Hinn 4. maí 2019 tekur gildi í tollakerfi Tollstjóra reglugerð nr. 1168/2018 um svohljóðandi breytingu á 33. gr. reglugerðar nr. 1100/2006, um vörslu og tollmeðferð vöru:

"Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. skulu áfengisgjöld skuldfærð hjá þeim sem fengið hafa starfsleyfi til toll
miðlunar, sbr. XI. kafla tollalaga og 19. gr. þessarar reglugerðar."

Breytingin lýtur að tollafgreiðslu tollmiðlara eingöngu og inniber að við innflutning áfengis einstaklinga og fyrirtækja sem ekki eru skráðir innflytjendur áfengis, sbr. 3. gr. áfengislaga nr. 75/1998, verða áfengisgjöld (ásamt öðrum aðflutningsgjöldum) skuldfærð á tollmiðlara og munu því e.a. ekki koma til staðgreiðslu líkt og verið hefur.

Áréttað skal að ekki verður breyting á skuldfærslu áfengisgjalda þegar tollmiðlari óskar eftir skuldfærslu aðflutningsgjalda á innflytjanda (þ.e. skráður er GI-lykill í reit 1 í aðflutningsskýrslu), sbr. 3. mgr. 33. gr. ofangreindrar reglugerðar (rg. 1100/2006). Áfengisgjöld (sem og önnur aðflutningsgjöld) munu því áfram verða skuldfærð á innflytjanda svo framarlega sem hann er skráður áfengisinnflytjandi, sbr. ákvæði áfengislaga, og Tollstjóri hafi veitt honum greiðslufrest á áfengisgjaldi, sbr. 4. mgr. 33. gr. rg. 1100/2006.

33. gr. reglugerðar nr. 1100/2006 er svohljóðandi eftir breytingu:

33. gr.

Skuldfærsla aðflutningsgjalda við SMT- og VEF-tollafgreiðslu.

Við rafræna tollafgreiðslu skulu aðflutningsgjöld skuldfærð hjá innflytjanda eða eftir atvikum tollmiðlara.

Um leið og leyfishafi til SMT- eða VEF-tollafgreiðslu lætur tollstjóra tollskýrslu í té samþykkir hann að aðflutningsgjöld af þeirri vöru sem tollskýrslan tekur til verði skuldfærð hjá honum.

Tollmiðlari getur óskað eftir því í tollskýrslu að aðflutningsgjöld verði skuldfærð á innflytjanda enda hafi hann til þess umboð.

Áfengisgjöld skulu ekki skuldfærð við innflutning áfengis. Tollstjóri skal þó veita þeim sem eru skráðir innflytjendur áfengis, sbr. 3. gr. áfengislaga nr. 75/1998, greiðslufrest á áfengisgjaldi, enda séu lagðar fram fjártryggingar. Tollstjóri skal meta fjárhæð trygg
­ingar eftir umfangi innflutnings hjá viðkomandi aðila og áætluðum skuldfærðum gjöldum á hverju gjaldtímabili. Trygging getur verið í formi reiðufjár eða bankaábyrgðar eða öðru því formi sem tollstjóri metur fullnægjandi.

Tollstjóra er heimilt að falla frá kröfu um framlagningu fjártryggingar skv. 4. mgr. að uppfylltum vissum skilyrðum, m.a. að viðkomandi hafi staðið í skilum með opinber gjöld, hafi stundað reglubundinn innflutning á áfengi sem sambærilegur er með tilliti til álagðra áfengisgjalda a.m.k. undanfarin 2 ár, stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og prókúruhafar hafi óflekkað mannorð og hafi ekki á síðustu 10 árum fengið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt hegningarlögum eða öðrum lögum, s.s. tollalögum og skattalögum. Tollstjóri skal setja nánari reglur um hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt svo fallið verði frá kröfu um fjártryggingu.

Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. skulu áfengisgjöld skuldfærð hjá þeim sem fengið hafa starfsleyfi til tollmiðlunar, sbr. XI. kafla tollalaga og 19. gr. þessarar reglugerðar.

Sjá einnig reglugerd.is


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum