Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl. við tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2014
Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.
Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2014 nema annað sé tekið fram.
Ábendingar
Um útflutning gildir: Í útflutningsskýrslu skal nota tollskrárnúmer, skilmála þess og tollafgreiðslugengi sem í gildi er tollafgreiðsludag útflutningsskýrslunnar, en þó skal aldrei miða við nýrri dag en brottfarardag vörusendingar frá Íslandi, sem útflutningsskýrslan tekur til. Sama gildir þegar leiðrétta eða breyta þarf útflutningsskýrslum eftir tollafgreiðslu.
Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).
Á vef Tollstjóra má skoða annarsvegar tegundir tolla og hinsvegar önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir 1. janúar 2014 með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu. Ennfremur fást upplýsingar um tollskrárnúmer, tolla og gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Tollstjóra.
Sjá ennfremur Breytingar á tollalögum, lögum um vörugjald og fleiri lögum sem tóku gildi um áramót.
1.Kolefnisgjöld af eldsneyti, K* gjöld, hækkun
2. Sérstakt vörugjald af eldsneyti, C1 og C2 gjöld, hækkun
3. Olíugjald, C3 gjald, hækkun
4. Vörugjald af bensíni, LB gjald, hækkar
5. Áfengisgjöld, V* gjöld, hækka
6. Tóbaksgjöld, innflutningur til einkanota, T1 og T2 gjöld, hækka
7. Úrvinnslugjöld, B* gjöld, breytingar á töxtum gjalda, hækkanir og lækkanir
8. Skilagjöld á einnota umbúðir drykkjarvara, G* gjöld, hækkanir
9. Breytingar sem varða virðisaukaskatt af innfluttum vörum
10. Reglugerðir um tollkvóta
Reglugerð nr. 1047/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu.
Birt 28. nóvember 2013
Gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014
Reglugerð nr. 1048/2013 úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.
Birt 28. nóvember 2013
Gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014
Reglugerð nr. 1185/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á fuglseggjum og afurðum þeirra.
Birt 30. desember 2013
Gildir frá 1. janúar 2014 til 30. júní 2014
Reglugerð nr. 1049/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi.
Birt 28. nóvember 2013
Gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014
Reglugerð nr. 1186/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðauka IVA og IVB við tollalög.
Birt 30. desember 2013
Gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014
11. Gjalddagar uppgjörstímabila vegna skuldfærslu aðflutningsgjalda við tollafgreiðslu; fyrirkomulag sem gilt hefur 2013 framlengt fyrir árið 2014
Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði
Tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. janúar 2014, eru aðgengilegir hér á vef Tollstjóra. Aðeins tollskrárlyklar vegna innflutnings taka breytingum.