Fréttir og tilkynningar


Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl. við tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2014

30.12.2013

Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.

Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2014 nema annað sé tekið fram.

 

Ábendingar

Um útflutning gildir: Í útflutningsskýrslu skal nota tollskrárnúmer, skilmála þess og tollafgreiðslugengi sem í gildi er tollafgreiðsludag útflutningsskýrslunnar, en þó skal aldrei miða við nýrri dag en brottfarardag vörusendingar frá Íslandi, sem útflutningsskýrslan tekur til. Sama gildir þegar leiðrétta eða breyta þarf útflutningsskýrslum eftir tollafgreiðslu.

 

Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

Á vef Tollstjóra má skoða annarsvegar tegundir tolla og hinsvegar önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir 1. janúar 2014 með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu. Ennfremur fást upplýsingar um tollskrárnúmer, tolla og gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Tollstjóra.

Sjá ennfremur Breytingar á tollalögum, lögum um vörugjald og fleiri lögum sem tóku gildi um áramót.

 

1.Kolefnisgjöld af eldsneyti, K* gjöld, hækkun

Taxtar kolefnisgjalda hækka og verða:

K2 Kolefnisgjald. Gas- og díselolía: 5,90 kr/lítra
K3 Kolefnisgjald. Bensín: 5,15 kr/lítra
K5 Kolefnisgjald. Brennsluolía: 7,30 kr/kg
K6 Kolefnisgjald. Jarðolíugas og annað loftkennt kolvatnsefni: 6,50 kr/kg

Heimild: 6. gr. laga nr. 140/2013 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014.

 

 

2. Sérstakt vörugjald af eldsneyti, C1 og C2 gjöld, hækkun

Taxtar gjaldanna verða þessir:

C1 Blýlaust bensín: 40,70 kr/lítra
C2 Annað en blýlaust bensín: 43,15 kr/lítra

Heimild: 5. gr. laga nr. 140/2013 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014.

 

 

3. Olíugjald, C3 gjald, hækkun

Gjaldið, C3 olíugjald, sem leggst á gas- og dísilolíu og ennfremur steinolíu til ökutækja, hækkar og verður 56,55 kr/lítra.

Heimild: 1. gr. laga nr. 140/2013 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014.

 

 

4. Vörugjald af bensíni, LB gjald, hækkar

Gjaldið, LB vörugjald af bensíni, hækkar og verður 25,20 kr/lítra.

Heimild: 4. gr. laga nr. 140/2013 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014.

 

 

5. Áfengisgjöld, V* gjöld, hækka

Áfengisgjöld hækka og verða:

VX Áfengisgjald 94,05 kr/cl af vínanda umfr. 2,25% - Öl o.fl.
VY Áfengisgjald 84,60 kr/cl af vínanda umfr. 2,25% - Vín
VZ Áfengisgjald 115,20 kr/cl af vínanda umfr. 0% - Annað áfengi

Hækkun áfengisgjalda hefur, auk almenns innflutnings á áfengi, áhrif á áfengisgjald áfengis í tollfrjálsum verslunum og umframmagn áfengis ferðamanna til landsins.

Heimild: 9. gr. laga nr. 140/2013 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014.

 

 

6. Tóbaksgjöld, innflutningur til einkanota, T1 og T2 gjöld, hækka

Tóbaksgjöldin hækka og verða:

T1 Tóbaksgjald - vindlingar: 569,05 á hvern pakka; 20 vindlingar
T2 Tóbaksgjald - annað tóbak: 28,45 kr/gramm; grömm í lítrareit vörulínu í ebl. E1

Heimild: 11. gr. laga nr. 140/2013 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014.

 

 

7Úrvinnslugjöld, B* gjöld, breytingar á töxtum gjalda, hækkanir og lækkanir

Taxtar eftirfarandi úrvinnslugjalda breytast og verða:

BX Úrvinnslugjald á plastumbúðir: 16,00 kr/kg
BP Úrvinnslugjald á heyrúlluplast: 16,00 kr/kg
BF Úrvinnslugjald á lífræn leysiefni - Taxti er kr/kg *
BE Úrvinnslugjald á málningu: 42,00 kr/kg
BA Úrvinnslugjald á blýsýrurafgeyma - Taxti er kr/stk af vöru *
BB Úrvinnslugjald blýsýrurafgeymar: 20,00 kr/kg (kg í lítrasv.)
BC Úrvinnslugjald á blýsýrurafgeyma - Taxti er kr/kg *
BD Úrvinnslugjald á vörur í ljósmyndaiðnaði - Taxti er kr/kg *

* Taxti gjalds á gjaldakóda er mismunandi eftir gjaldskyldum tollskrárnúmerum

Heimild: 41. til 46. gr. laga nr. 140/2013 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014.

 

 

8. Skilagjöld á einnota umbúðir drykkjarvara, G* gjöld, hækkanir

Taxti skilagjalds hækkar úr 13,08 í 14,02 kr/stk og umsýsluþóknun hækkar á umbúðum sem GB, GD, GE, GF og GG gjöld taka til. Umsýsluþóknun er ekki á álumbúðum. Breytingarnar eru því þessar:

 

Umbúðir Taxti Umsýsluþóknun kr/stk. Samtals Gjaldakódi
drykkjarvöru kr/stk Var Verður    
Stál 14,02 4,63 5,00 19,02 GB
Ál 14,02     14,02 GC
Gler>500ml 14,02 3,98 4,30 18,32 GD
Gler=<500ml 14,02 2,85 3,10 17,12 GE
Plastefni, litað 14,02 2,34 2,55 16,57 GF
Plastefni, ólitað 14,02 0,93 1,01 15,03 GG

Heimild: Reglugerð nr. 1029/2013 um (7.) breytingu á reglugerð nr. 368/2000, um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur

Athuga ennfremur: Þann 20. desember 2013 samþykkti Alþingi breytingu (7.gr.) á lögum nr. 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Tekur breytingin gildi þann 1. janúar 2014. Lagabreytingin felur m.a. í sér að þeir aðilar sem hafa fengið leyfi Tollstjóra til að selja farþegum og áhöfunum millilandafara við komu til landsins vörur úr tollfrjálsri verslun skulu frá gildistöku laganna leggja á og greiða skilagjald á drykkjarvöruumbúðir eins og um væri að ræða sölu innanlands (eins og innlendir framleiðendur).

Heimild: 7. gr. laga nr. 141/2013 (bandormur, breyting ýmissa laga) tollalög o.fl. (sektarfjárhæðir og auðveldari framkvæmd).

 

9. Breytingar sem varða virðisaukaskatt af innfluttum vörum

a. Virðisaukaskattur á tollskrárnúmeri 9619.0011, barnableiur og laust bleiufóður, lækkar úr þrepi Ö4 25,5% í þrep Ö3 7%
b. Eftirfarandi heimild í ákvæðum til bráðabirgða X í lögum um virðisaukaskatt er framlengd til 31. desember 2014: Heimilt er að endurgreiða þeim sem leyfi hafa til fólksflutninga í atvinnuskyni samkvæmt lögum nr. 73/2001, um fólksflutninga og farmflutninga á landi, 2/3 hluta þess virðisaukaskatts sem greiddur er vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða og almenningsvagna á tímabilinu frá 1. janúar 2011 til og með [31. desember 2014]. Endurgreiðsluheimildin vegna hópferðabifreiða er bundin við ökutæki sem aðallega eru ætluð til fólksflutninga, eru skráð fyrir 18 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni og eru nýskráð á tímabilinu og búin aflvélum samkvæmt EURO 5 staðli ESB. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd endurgreiðslunnar.
c. Eftirfarandi heimild í ákvæðum til bráðabirgða XXIV í lögum um virðisaukaskatt er framlengd til 31. desember 2014 (Undanþágukódi VSKÖT): Við innflutning og skattskylda sölu nýrrar rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar er heimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki eins og nánar er kveðið á um í ákvæði þessu. (Sjá nánar ákvæðið í lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt)

Heimild: 9., 10. og 12. gr. laga nr. 139/2013 um tekjuaðgerðir frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2014.

 

 

10. Reglugerðir um tollkvóta

Reglugerð nr. 1047/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu.
Birt 28. nóvember 2013
Gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014

Reglugerð nr. 1048/2013 úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.
Birt 28. nóvember 2013
Gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014

Reglugerð nr. 1185/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á fuglseggjum og afurðum þeirra.
Birt 30. desember 2013
Gildir frá 1. janúar 2014 til 30. júní 2014

Reglugerð nr. 1049/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi.
Birt 28. nóvember 2013
Gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014

Reglugerð nr. 1186/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðauka IVA og IVB við tollalög.
Birt 30. desember 2013
Gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014

 

 

11. Gjalddagar uppgjörstímabila vegna skuldfærslu aðflutningsgjalda við tollafgreiðslu; fyrirkomulag sem gilt hefur 2013 framlengt fyrir árið 2014

Á árinu 2013 hafa verið í gildi tímabundið lengri greiðslufrestir (fleiri gjalddagar) á aðflutningsgjöldum, sbr. þessi tilkynning á vef Tollstjóra. Framangreindum ákvæðum hefur verið framlengt til 31. desember 2014.

Heimild: 3. og 5. gr. laga nr. 141/2013 (bandormur, breyting ýmissa laga) tollalög o.fl. (sektarfjárhæðir og auðveldari framkvæmd).

Þeir innflytjendur og tollmiðlarar sem stunda SMT/EDI tollafgreiðslu þurfa sérstaklega að skoða þessar breytingar m.t.t. þess að hugbúnaður þeirra til rafrænnar tollafgreiðslu virki rétt, þ.e. móttaka CUSTAR skeyta og úrvinnsla upplýsinga í þeim. CUSTAR skeytin eru tilkynningar frá Tollstjóra um tollafgreiðslu vörusendingar og skuldfærslu aðflutningsgjalda.

 

 

Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði

Tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. janúar 2014, eru aðgengilegir hér á vef Tollstjóra. Aðeins tollskrárlyklar vegna innflutnings taka breytingum.

 

 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum