Fréttir og tilkynningar


Lækkun tolls á grænmeti og fl. landbúnaðarvörur og ný heimild til niðurfellingar tolla af fóðurvörum frá og með 3. janúar 2013

15.1.2013

Lög nr. 160/2012 um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum og tollalögum (úthlutun tollkvóta og fóðursjóður) tóku gildi 3. janúar 2013. Þau hafa m.a. eftirfarandi breytingar í för með sér frá sama tíma:

A.

Fóðursjóður er lagður niður og það fyrirkomulag sem verið hefur á greiðslu tolla af fóðurvörum með skuldaviðurkenningum við tollafgreiðslu og endurgreiðslu tolla síðar leggst af. Í stað þess verður til heimild að óska eftir niðurfellingu tolla við tollafgreiðslu. Í 7. gr. tollalaga nr. 88/2005 verða til eftirfarandi ákvæði, sbr. 6. gr. laga nr. 160/2012: Tollur skal lækka, falla niður eða endurgreiðast í eftirfarandi tilvikum, að uppfylltum þeim skilyrðum sem tilgreind eru: Af fóðurvörum og hráefnum í þær í 10., 11., 12., 17. og 23. kafla tollskrár í viðauka I til framleiðslu landbúnaðarafurða. - Í aðflutningsskýrslu, ebl. E1, í reit 14 er óskað eftir niðurfellingu tolls skv. framangreindu ákvæði með því að rita leyfislykilinn UND og tilvísunina T0034.

 

B.

Lækkun tolls á grænmeti o.fl. landbúnaðarvörum. Skv. 7. gr., b. lið, laga nr. 160/2012 verður A tollur 10% á öllum tollskrárnúmerum í vöruliðum 0702 til 0709 í tollskrá og A1 magntollur 0 kr. Nema þau tollskrárnúmer í þessum vöruliðum sem talin eru upp í töflu (nýr viðauki V við tollalög) í 8. gr. laga nr. 160/2012, en þau skulu bera þann A verðtoll og A1 magntoll á tollskrárnúmerum í nefndri töflu (0703.9001 til 0709.5100 í töflunni), sem er að finna í reglugerð nr. 10/2013 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðauka V við tollalög. Að auki skulu önnur tollskrárnúmer í töflunni í 8. gr. bera A verðtoll og A1 magntoll skv. áður nefndri reglugerð (tollskrárnúmer 0208.9003 til 0701.9009). Ákvæði um lækkaða tolla skv. eldri reglugerðum um tollkvóta frá árinu 2012, sem í gildi eru um þau tollskrárnúmer sem 7. gr., b. liður, og 8. gr. laga nr. 160/2012 taka til við gildistöku laganna falla úr gildi á sama tíma, þ.e. m.a. reglugerðir nr. 492/2012 og nr. 784/2012, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 10/2013, en það hefur í för með sér að fullur A/A1 almennur tollur skv. gildandi tollskrá, viðauka I við tollalög, kemur á eftirtalin tollskrárnúmer: 0701.9009, 0704.9001, 0704.9003, 0706.1000 og 0706.9001. Tollskrárnúmerum og tollum á þeim má fletta upp í tollskránni á vef Tollstjóra.

 

 

Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði, innflutningur

Tollskrárlyklar, sem taka gildi 3. janúar 2013, eru aðgengilegir hér á vef Tollstjóra.

 

Hér er frétt á vef Tollstjóra um þær breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl. sem tóku gildi 1. janúar 2013

 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum