Fréttir og tilkynningar


Tilkynning nr. 2 um breytingar á tollskrá, gjöldum o.fl. við tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2010

30.12.2009

Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar, auk annarra

Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2010 (nema varðandi C3 og LB gjöld; sjá lið 6 hér neðar).

Ábending.
Þegar leiðrétta/breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar gjöld skv. þeim lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og tollafgreiðslugengi þess dags. Gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

1.
Breytingar á uppgjörstímabilum og gjalddögum vegna skuldfærslu aðflutningsgjalda við tollafgreiðslu
Á árinu 2009 hafa verið í gildi tímabundið lengri greiðslufrestir á aðflutningsgjöldum, sbr. eftirfarandi tilkynning á vef Tollstjóra frá 7. apríl 2009:

Frá og með 1. janúar 2010 taka fyrri reglur um uppgjörstímabil og gjalddaga aðflutningsgjalda gildi.

Þeir innflytjendur og tollmiðlarar sem stunda SMT/EDI tollafgreiðslu þurfa sérstaklega að skoða þessar breytingar m.t.t. þess að hugbúnaður þeirra til rafrænnar tollafgreiðslu virki rétt, þ.e. móttaka CUSTAR skeyta og úrvinnsla upplýsinga í þeim. CUSTAR skeytin eru tilkynningar frá Tollstjóra um tollafgreiðslu vörusendingar og skuldfærslu aðflutningsgjalda.

2.
Efra þrep virðisaukaskatts hækkar úr 24,5% í 25,5%
Þetta verður framkvæmt á eftirfarandi hátt vegna álagningar og gjaldfærslu virðisaukaskatts við tollafgreiðslu innfluttra vara hjá Tollstjóra: Ö2 24,5% VSK fellur niður frá og með 1. janúar 2010 og við tekur Ö4 25,5% VSK frá og með 1. janúar 2010, en Ö4 gjaldakódi er nýr kódi sem gera þarf ráð fyrir í tollskýrslugerðarhugbúnaði. Ö3 7% VSK verður áfram í gildi.

Þessi breyting er skv. VII. kafla, 13. til 19. gr., í lögum nr. 130/2009 um ráðstafanir í skattamálum:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=63f1505d-7557-4d82-8621-a96f9a8300a7

3.
Breyting á tollskrá
Breytingin er skv. auglýsingu nr. 115/2009 um breyting á viðauka I við tollalög nr. 88 18. maí 2005, m.s.br. (A-deild Stjórnartíðinda):
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=39b18e4c-0d36-45d9-8f0f-a1001c9e3009

Þrjú ný tollskrárnúmer verða til:
0302.6924, 0303.7927, 0307.9914
Breytingin verður aðgengileg í tollskránni á vef Tollstjóra frá og með 1. janúar 2010:

4.
Áfengisgjöld, VX, VY og VZ, hækka
Þessi breyting er skv. V. kafla, 7. gr., í lögum nr. 130/2009 um ráðstafanir í skattamálum:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=63f1505d-7557-4d82-8621-a96f9a8300a7

Áfengisgjöld verða:
VX Áfengisgjald 83,54 kr/cl af vínanda umfr. 2,25% - Öl o.fl.
VY Áfengisgjald 75,14 kr/cl af vínanda umfr. 2,25% - Vín
VZ Áfengisgjald 100,73 kr/cl af vínanda umfr. 0% - Annað áfengi

Á vef Tollstjóra má skoða áfengisgjöld og önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir áramót með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu:
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/Innfl/uppflGjold.aspx

5.
Tóbaksgjöld, innflutningur til einkanota, T1 og T2 hækka
Þessi breyting er skv. V. kafla, 9. gr., í lögum nr. 130/2009 um ráðstafanir í skattamálum:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=63f1505d-7557-4d82-8621-a96f9a8300a7

Tóbaksgjöld verða:
T1 Tóbaksgjald - vindlingar (408,40 á hvern pakka; 20 vindl.)
T2 Tóbaksgjald - annað tóbak (20,41 kr/gramm) grömm í lítrareit

Á vef Tollstjóra má skoða tóbaksgjöld og önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir áramót með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu:
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/Innfl/uppflGjold.aspx

6.
Olíugjald, C3 gjald, og vörugjald af bensíni, LB, hækka
Þessi breyting er skv. I. kafla, 1. gr. og 2. gr. í lögum nr. 130/2009 um ráðstafanir í skattamálum:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=63f1505d-7557-4d82-8621-a96f9a8300a7

Hækkun C3 og LB gjalda tók gildi 30. desember 2009 (daginn eftir birtingu laganna í Stjórnartíðindum)

Gjöldin verða:
C3 Olíugjald - Gas- og dísilolía til ökutækja. - Hækkar úr 51,12 kr/lítra í 52,77 kr/lítra
LB Vörugjald af bensíni - Hækkar úr 20,44 kr/lítra í 22,94 kr/lítra.

7.
Ný gjöld, K2, K3, K4 og K5, kolefnisgjöld á fljótandi jarðefnaeldsneyti
Um áramót taka gildi lög nr. 129/2009 um umhverfis- og auðlindaskatta.
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=4e34f205-fa09-40e9-82c0-d17c0f3cbaaf

Í 1. gr. þeirra laga er kveðið á um ný gjöld, kolefnisgjöld á fljótandi jarðefnaeldsneyti.

Gjaldakódar kolefnisgjalda í aðflutningsskýrslu verða þessir:
K2 Kolefnisgjald. Gas- og díselolía (2,90 kr/lítra)
K3 Kolefnisgjald. Bensín (2,60 kr/lítra)
K4 Kolefnisgjald. Flugvéla- og þotueldsneyti (2,70 kr/lítra)
K5 Kolefnisgjald. Brennsluolía (3,60 kr/kg)

Gjaldskyld tollskrárnúmer eru þessi:
2710.1110 - K3
2710.1121 - K3
2710.1129 - K3
2710.1130 - K4
2710.1912 - K4
2710.1930 - K2
2710.1940 - K5

Þessi gjöld á viðkomandi tollskrárnúmerum verða aðgengileg í tollskránni á vef Tollstjóra frá og með 1. janúar 2010:
https://vefskil.tollur.is/tollalinan/tav/

8.
Nýjar reglugerðir um tollkvóta
Reglugerð nr. 965/2009 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 817/2009 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
Birt 3. desember 2009
Gildir frá 14. desember 2009 til 30. júní 2010

Reglugerð nr. 966/2009 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu.
Birt 3. desember 2009
Gildir frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2010

Reglugerð nr. 957/2009 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.
Birt 30. nóvember 2009
Gildir frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2010

Reglugerð nr. 958/2009 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi.
Birt 30. nóvember 2009
Gildir frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2010

Reglugerð nr. 985/2009 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á frjóeggjum og mysudufti.
Birt 10. desember 2009
Gildir frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2010

Reglugerð nr. 984/2009 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á hvalaafurðum og rjúpum.
Birt 10. desember 2009
Gildir frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2010

Reglugerð nr. 987/2009 um tollkvóta á grænmeti og lækkun tolla.
Birt 10. desember 2009
Gildir frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2010

Reglugerð nr. 986/2009 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á soðnum eggjum og eggjarauðum.
Birt 10. desember 2009
Gildir frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2010

Reglugerð nr. 1037/2009 um úthlutun tollkvóta samkvæmt sérstökum samningi Íslands og Noregs um viðskipti milli ríkjanna.
Birt 23. desember 2009
Gildir frá 1. febrúar 2010 til 31. desember 2010

Reglugerð nr. 1084/2009 um (2.) breytingu á reglugerð nr. 817/2009 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.
Áætluð birting um áramót. Varðar kínakál í tollskrárnúmeri 0704.9003
Gildir frá 4. janúar 2010 til 30. júní 2010

9.
XA vörugjald fellur niður af tollskrárnúmerum 2106.9071 og 2106.9072

Þessi breyting leiðir af ákvæðum III. kafla, 5. gr., í lögum nr. 130/2009 um ráðstafanir í skattamálum:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=63f1505d-7557-4d82-8621-a96f9a8300a7
Vara sem nú flokkast í gildandi tollskrárnúmerin 2106.9071 og 2106.9072 var áður í tollskrárnúmeri 2106.9061, sem fallið er úr gildi.

10.
Tollafgreiðslugengi um áramót
Opinbera viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands, sem skráð verður rétt fyrir hádegi 31. desember 2009, gildir sem tollafgreiðslugengi 1. til 4. janúar 2010.
Fyrsta opinbera viðmiðunargengi á nýju ári birtir Seðlabankinn mánudaginn 4. janúar 2010 og gildir það skv. venju sem tollafgreiðslugengi fyrir 5. janúar 2010.

11.
Lokun á sjálfvirkri EDI/VEF-tollafgreiðslu
Lokað verður fyrir sjálfvirka EDI/VEF-tollafgreiðslu hjá Tollstjóra frá kl. 13:30, 31. desember 2009 til kl. 10:00, 3. janúar 2010 vegna breytinga á gjöldum og tölvuvinnslu.

12.
Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði
Tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. janúar 2010, eru aðgengilegir á vef Tollstjóra:
http://www.tollur.is/tollskrarlyklar

13.
Næsta tilkynning
Tilkynningu nr. 3 um áramótabreytingar vegna tollafgreiðslu vara er áætluð öðru hvoru megin við áramót.
Þar verður einkum greint frá framlengingu heimilda til undanþágu aðflutningsgjalda o.fl.

Nánari upplýsingar
Um tæknilega framkvæmd: TTU-deild, tölvukerfi tollafgreiðslu og upplýsingavinnsla, hjá Tollstjóra
ttu[hja]tollur.is eða TTU þjónustvakt, sími: 560 0505
Um tollamál og tollafgreiðslu: Upplýsingadeild tollasviðs Tollstjóra, sími 560 0315


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum